Það eru takmörk fyrir því hvað maður nennir að standa lengi í þessu keppnisstússi þegar maður er nýbúinn að ljúka flugnámi, er í vinnu og skóla og þar að auki með bullandi flensu. Vesenið á bakvið keppnirnar er nefnilega mun meira en maður gæti haldið.

Mín hugmynd er sú að ef einhver tekur þátt í keppni þá skuldbindur hann sig til þess að halda næstu keppni í samráði við hina þrjá í sætum 1-3.
Þetta felur í sér að senda inn keppnisgrein og umrita html boxin (sem er bara handavinna, engrar kunnáttu er þörf). Ég myndi þá útbúa word file eða eitthvað sambærilegt sem útskýrir þann process í ræmur.

Þeir sem eru á móti svara, og þeir sem eru með svara líka !

Bætt við 18. febrúar 2007 - 16:09
í samráði við hina 2*