Heilir og sælir Hugar.

Ég er alger byrjandi á svona “pro” myndavélar og veit eiginlega ekki neitt nema að maður ýtir á on og svo ýtir á takka til að taka mynd.
en…

Ég fékk í jólagjöf Nikon D200 myndavél með tveim linsum, Nikon 18-70 mm og Nikon 70-300 mm, síðan fylgdu einhverjir tveir þrífótar, 2 töskur hörð og mjúk, 4 gb minniskort, þrír filterar og hreinsikitt.
Mínar spurningar eru.

1. Vitið þið nokkuð hvernig þessar linsur eru, góðar eða ekki svo góðar?
2. Hvað þýði millimetrafjöldinn á linsunum?
3. Hvað þarf maður að þrífa þessa myndvél oft?
4. Hvað getur maður tekið margar myndir á 4 gb minniskort?
5. Hvenær notar maður filtera?
6. Ef þú átt Nikon D200, hvernig hefur hún reynst þér?

Með fyrirfram þökk

Hemminn
Áhugamál: Mótorhjól, mótorhjól, mótorhjól og flug