Ég er núna að safna fyrir nýrri myndavél og stefni ég á að kaupa mér Canon EOS 400d.
Núna nýlega rölti ég inní BT og sá þar myndavélina mína ásamt 1GB minniskorti, 18-55mm og 55-200mm linsu, lóðréttu batterígripi og canon prentara/skannara á 156 þúsund eða 13 þúsund á mánuði vaxtarlaust.

Frábært tilboð en það sem kemur í veg fyrir að ég hlaupi útí BT´og kaupi hana núna strax er að þetta er BT, ég hef nú heyrt ófáar hrillingssögur frá fólki sem hafa verlsað þar.

Þannig að núna spyr ég ykkur.
Myndir þú kaupa þína vél úr BT?