Ég er búin að ætla að kaupa mér myndavél í svolítinn tíma núna og var loksins búin að finna mér það sem mig langaði í. Þá komst ég að því að það er hætt að framleiða þessa gerð og þær eru búnar í Beco. Svo ég þurfti að finna aðra og er búin að vera að pæla í tveimur myndavélum, Canon Powershot A430 eða A700. Ég ætla bara að kaupa mér frekar ódýra myndavél til þess að taka myndir svona daglega. Þurfa ekki að vera einhver sérstaklega mikil gæði eða eitthvað. En ég var að pæla hvort A430 er eitthvað góð eða hvort ég eigi frekar að fá mér A700 (sem er aðeins dýrari)