ég sver það ég held að Canon fyritækið er með eitthvað samsæri gegn mér!! ég er búin að meðaltali eyðileggja myndavélar virði um það bil 160.000 krónur!!! tæknilega séð eyðilagði ég þær ekki… en í gegnum tíðina er ég búin að eiga 2 stafrænar myndavélar, Canon PowerShot S1 IS og Canon PowerShot S2 IS… og það sama gerðist við þær báðar!! linsan festist!! þegar ég sendi fyrri vélina í viðgerð var hún ónýt en ég er ekki búin að senda hina í viðgerð… og það versta við þetta þegar hún eyðilagðist var að ég var akkurat í Danmörku í skólaferðalagi með skólanum mínum, og þetta var bara á öðrum degi og við vorum þarna í 8 daga og ég endaði með því að þurfa að kaupa 12 einnota myndavélar!! ég held að ég hafi aldrei skammast mín jafn mikið fyrir að ganga með ódýrar druslu einnota myndavélar þar sem ég er vön að vera með stafrænar myndavélar á virði 80.000-90.000 krónur!!!