Ég á Canon IXUS iis sem ég keypti sumarið 2004. Ég hef farið eins vel með hana og ég get en núna er hún eitthvað að klikka. Stundum þegar ég kveiki á henni er hún í fínu lagi og stundum bara fókusar hún ekki og allar myndirnar eru í móðu. Hún datt reyndar í gólfið um daginn en ekki með linsuna úti svo ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif. Getur verið að hún sé bara að verða gömul? Er hægt að gera eitthvað í þessu?

Takk fyrirfram :)