Ég var að kaupa Sony HC22E MiniDV vél og vantar smá hjálp varðandi hana.

1. Veit einhver um eitthvað gott forrit til að hlaða myndböndum að minidv spólunum og yfir á tölvuna?
(það fylgdi reyndar eitthvað video capturing tool með en ég er ekki alveg að fíla það.)

2. Getur einhver bent mér á gott forrit til að vinna með myndböndin. Þ.e. klippa, setja inn tónlist, setja inn effecta etc.

3. Hvernig get ég minkað stærðina á video skránum. T.d. tekur 3 mínútna .avi myndskeið 280 MB!!! Maður kemur nú ekki mikið af efni inná einn geisladisk með þessu móti.

4. Á vélinni er líka takki til að taka venjulega mynd (still mynd). Hvernig get ég nálgast þessar myndir á vélinni? Enn sem komið er kann ég bara að hlaða videoi af vélinni yfir á tölvuna.

Ég læt þetta nægja í bili.

Öll hjálp vel þegin!