Mig langar að fá álit hjá ykkur hvaða digital myndavélar þið mælið með, svo fyrir amatörinn, sem langar samt að vera mjög pro, ég er með Sony DSC-P200 7,2 Mpx… er þetta góð græja eða bara lala, mér finnst eins og stundum þá eru myndirnar oft einhvernvegin loðnar eða eitthvað, kannski bara illa teknar, en ég hef verið að fikta við þetta í smá tíma, langar að læra þetta betur,

en með hvaða vélum mæliði með sem kosta sona að hámarki ca. 50.000 eins og þessi sem ég á.