Sælt veri fólkið…
Ég fékk í fermingargjöf fyrir rúmu hálfu ári Kodak DX 7590 sem mér fannst þá fráær myndavél fyrir svona byrjanda eins og mig. Nú er ég kominn með alveg brennnandi áhuga á ljósmyndun og verð kannski í læri hjá ljósmyndara næsta sumar. Þá er spurningin komin á ég að halda Kodak vélinni eða á ég að selja hana og kaupa aðra t.d. Kodak 350D eða aðra sambærilega.
Eða ætti ég kannski að eiga tvær vélar, það gæti komið sér vel því SLR vélarnar eru stórar og já.

Mér þætti vænt um að fá ykkar álit á þessu máli