Ég er að fara að splæsa á mig myndavél. Valið stendur á milli 20D eða 350D.

20D er meira ‘Pro’ vél þó svo að alvöru atvinnuljósmyndara þyki hún kannski ekki alveg nógu góð þá hafa þeir oft 20D sem aukavél.

350D er líklega ódýrasta SLR digital vélin sem hægt er að fá og hefur fengið mjög góða dóma þó að maður sjái nú líklega ekki atvinnumenn nota hana.

20D er tvímælalaust betri vél, hún er aðeins hraðvirkari, tekur fleiri ramma á sekúndu (FPS) o.s.frv. en hvort það borgar sig að borga 50 þús meira (á Íslandi) fyrir hana en 350D er álitamál.

Ég hef aðgang að 20D vél ef mig vantar að láni en ég held ég spari mér þennan 40-50 þús kall nema ég finni góða notaða 20D vél á sama verði og 350D.

Er að fara til USA í næsta mánuði og ætla að líta á vélar.

Þar kostar 350D (Heitir Digital Rebel í USA) ca $700.- (43.000 kr) en 20D kostar ca $1.200.- (74.000 kr) með linsu 18-55MM.

Er einhver hér sem getur komið með góð rök fyrir því að það borgi sig samt að splæsa á 20D?
Chevrolet Corvette