Taktu handfrjálsann búnað fyrir gsm síma (svona með takka á snúrunni til að svara og leggja á) og stingdu honum í cable release plöggið á vélinni og ýttu á takkann.. og viola, ódýrt cable release!

þetta er eitthvað misjafnt eftir tegundum af snúrum. ég prófaði þetta á 300d vélinni minni(með einhverri snúru sem ég fékk á bensínstöð fyrir löngu síðan), og það sem skeður er að shutterinn opnast um leið og ég sting í samband og svo ekkert meir. En þrátt fyrir það nýtist hann vel til að halda shutternum opnum lengur en 30 sek. þá stilli ég shutterinn á B, og á tímarofa, sting svo draslinu í samband, og eftir 10 sek opnast shutterinn og helst opinn þangað til ég tek aftur úr sambandi.

endilega prófið ef þið eigið svona handfrjálsann búnað einhverstaðar og látið vita hvort hann virkar, og þá hvaða tegund eða hvar hann var keyptur osfrv.

kv