Nú er það þannig að það er að fara að koma að því að velja allt fyrir næsta ár (annað ár í menntaskóla) og ég sá að það var hægt að velja sem extra val eitthvað sem heitir Bild och foto (ég bý sko í Svíþjóð) sem að þýðir þá Mynd og ljósmyndun og hálfa valið er fyrir myndmennt og hinn helmingurinn fer í ljósmyndun.
Ég veit ekki hvort ég eigi að velja þetta en ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun en næstum því engann áhuga á myndmennt!!
Það eru líka önnur völ þarna sem ég mér þykir áhugaverð þannig að þetta þarf smá hugsun!!
Hjálpið mér endilega og segið hvort þið haldið að ég eigi eftir að fá eitthvað út úr þessu vali hvort sem er….

Kv. StingerS