Ég er ekki viss um að þetta sé grein eða ekki, vildi bara skella þessu inn þarsem það er ekki mikið líf á þessu áhugamáli… en jæja, annars fer þetta þá bara yfir í korkana.

Ég er 16 ára stelpa sem býr í DK og í dag, þann 25. jan 2005, lærði ég að framkalla sjálf í svokölluðu myrkraherbergi (það sem ég kýs að kalla það). Er með alveg brennandi áhuga á ljósmyndun og stefni á að læra það og allt sem því tengist, þegar ég flyt aftur á klakann (í sumar).

Og eins og ég sagði í blogginu mínu þá vil ég segja við fólk sem er að pæla í að kaupa sér digital vél, að innrétta frekar eitthvað af herbergjunum heima hjá ykkur í " myrkraherbergi“. Einfaldlega mikið skemmtilegra að framkalla sjálf og sjá myndina koma fram á pappírnum. Kannski smá dýrara en það er alveg þess virði ;)

Ef þið hafið einhver ”tips" handa mér þá endilega skellið því hérna inn, og kannski líka segja mér hvernig þið lærðuð á þetta allt saman? :)

FMR.