Ég á CANON POWERSHOT A300 og hún er alveg ágæt, ég er líka bara svona að prufa mig áfram, fikta og amatör í þessum málum. En það sem mér finnst svo rosalega leiðinlegt er þegar að það er ekkert voðalega bjart úti og maður ætlar að taka landslagsmyndir…og vélin tekur annahvort mynd með flassi…sem er ekki að virka (kemur bara skýr mynd af því sem er nálægt manni) eða þá að hún tekur mynd með engu flassi og er þá myndin öll á hreyfingu og vesen… Á þetta við allar vélar eða er hægt að kaupa ódýra, góða vél sem að er hægt að taka flassið af án þess a allt hreyfist?…ok takk :)