Þegar að ég keypti myndavélina mína var ég ekkert smá ánægður með hana og það var enginn galli á henni fyrir utan það að batterýin voru ótrúlega fljót að eyðast. Ég man að fyrstu batterýin (þau sem að fylgdu með vélinni) eiddust á 1 - 2 klukkutímum þegar að ég var að læra almennilega á hana. Ég hélt að ég væri búinn að finna mjög góða lausn þegar að ég fann duracell batterýin sem að eru extra kraftmikil og þau virkuðu held ég í eins og 3 - 4 daga.
Þetta var samt helvíti mikill peningur sem fór í að kaupa þessi batterý enda dýrustu batterýin sem hægt er að kaupa.
Svo einn dag tók ég eftir batterýhlaðara útí búð og langaði að prófa þetta. Hann kostaði eins og 3500 krónur og ég átti ekki efni á honum þá. Ég bað um þannig í jólagjöf og fékk hann. Það fylgdu 6 batterý með (3 pör) og það þarf að hlaða þau í 8 klukkutíma. Ég setti batterýin í vélina á Jóladag og tók fullt af jólamyndum auk djamm myndum á Nýársnóttinni. Ég er alltaf að sjá eitthvað til að taka mynd af og er alltaf að nota vélina. Þessi batterý sem að ég setti í á Jóladag eru ennþá í vélinni og það er ekki einu sinni búið að koma merki um að það sé lítið eftir. Svo þegar að þau eru búin á ég 2 pör af nákvæmlega sömu batterýum eftir og þarf bara að hlaða þessi uppá nýtt og get svo notað þau aftur. Ég hef sjaldann verið svona ánægður með eitthvað sem ég á og mér finnst það ótrúlegt hvað þessi batterý eru kraftmikil.
Systir mín á í sömu vandræðum með sína myndavél og ég veit um fleiri sem að eiga í þessum vanda. Þess vegna vil ég kvetja alla þá sem að eiga myndavél þar sem að batterýin fara á met tíma til þess að kaupa svona batterýhlaðara.
Fæst í ELKO veit ég!!

Kv. StingerS