sá þessa tvær auglýsingar inn á Ljósmyndari.is. er e-ð vit í þessu eða er bara betra að fá sér frekar nýja, ef ég myndi fá mér nýja myndi ég líklega velja nikon D70… hvort er betra??? gömul D1 eða ný D70????

Til sölu Nikon D1 Professional DSLR vél. Vélin ber þessi merki að hafa verið notuð mikið, sést töluvert á henni en ekkert sem skiptir máli fyrir vinnslu/myndgæði vélarinnar. Með vélinni fylgja hleðslutæki, ein gömul rafhlaða og önnur nýrri. Einnig fylgir gamalt 1GB Microdrive og 28-80mm linsa. Þetta er pro vél sem þolir að það sé verið að skrölta með hana útum allt. Hentar kannski einna helst þeim sem vilja mynda action og t.d conserta þar sem hún hefur fínt framerate og öll vinnsla mjög spræk, annars er þessi vél ennþá notuð í allt mögulegt. Góður hlekkur fyrir þá sem eru að spá er t.d hjá Moose Peterson sem hefur notað D vélarnar frá byrjun http://www.moose395.net/digital/d1.html og síðan er bara hægt að slá inn Nikon D1 í search og fá bunka af upplýsingum. Set 60þús á þetta.

Til sölu Nikon D1 Professional DSLR vél (http://www.dpreview.com/reviews/specs/Nikon/nikon_d1.asp). Vélin er u.þ.b. 4 ára gömul en hefur verið haldið vel við og er í toppstandi. Vélin er ný komin að utan þar sem skipt var um lokara og gúmmí utan á bodyinu. Einnig var skipt um móðurborð í vélinni fyrir rúmu ári síðan. Með vélinni fylgja hleðslutæki(MH-16), AC Adapter(EH-4), Bílhleðslutæki(MH-17), 2 gamlar Nikon rafhlöður sem eru orðnar lélegar og 2 nýjar Lenmar rafhlöður. Vélin á nóg eftir og er enn notuð víða af atvinnuljósmyndurum. Verðhugmynd 95.000. Er einnig með gamla 24-120mm Nikon linsu sem getur fylgt með ódýrt.