Hmm ég var að fá canon G1 og já já hún er rosa flott og allt það en ég veit ekki hvernig ég á að hafa hana stillta.
Ég ætla að taka svona point and shoot myndir.
Hvað er þessi shutterspeed sem er altaf verið að tala um ?
Á ég að hafa hana á Auto, p, tv, av, m, Pan-focus, Portrait, Landscape, Night Scene, Stitch Assist
og svo er náttla black and white og movie mode sem ég veit alveg hvað gerir.
Hvað er líka þetta ljósop ? Bróðir minn sagði að það væri hversu mikklu ljósi maður hleypti inn á vélina en ég veit ekkert hvað það þýðir ?

hvað er Auto Exposure Lock ?
Hvað geri ég ef að flash er of mikið ljós en ekkert flass er og lítið ljós ? er ekki hægt að stilla það að það komi bara smá birta ?

ISO speed er það ekki hversu mikið hlutirnir geta verið á ferð en samt skiljið þið látið kameruna stoppa gjörsamlega ?

Hvernig get ég tekið mynd eftir mynd eftir mynd fljótt án þessarar bið. Eins og hún er núna þarf ég að ýta á takkann, bíða smá og þá tekur hún mynd og birtir hana í 2 sek og þá get ég tekið aftur mynd en ég vil bara þurfa að ýta á takkann og þá tekur hún mynd strax og tilbúinn í að taka þá næstu ?!

Hvernig get ég farið mjög nálægt hlutum án þess að þeir verði allir óskýrir og leiðinlegir ?

Hvað þýðir F8.0 eða F 2.8 eins og í þessari stillingu: 1/1000s, F8.0, External Flash
og hvað stylli ég þetta F8.0 eða á hverju ég ætla nú aað hafa það á ?

Hvar get ég valið um mismunandi exposure og hvað er þetta exposure nákvæmlega