Jæja, nú verð ég að kaupa mér linsu vegna vinnu. Þetta verður mest megnis allt myndir sem eru teknar inni, þar sem “venjulegt” ljós er til staðar(ekki stúdíó).

Ég hef verið að lesa um þessa linsu á netinu og séð að nánast allir sem hafa snert þessa linsu elska hana.

Spurninginn er, hvort ég eigi að vera að kaupa mér með Image Stabiliser, eða hvort ég þurfi á því að halda.

Sumir á netinu segja að linsan án IS sé skarpari. Eru þær jafn skarpar þegar það er búið að slökkva á IS á IS version?

Gaman væri að vita hvernig aðdráttarlinsur blaðaljósmyndarar eru með, hvort þeir hafi updateað sínar 70-200mm þegar IS versionið kom til sögu.

Endilega segið skoðunn ykkar á þessu máli og hvernig ykkur líkar þessar linsur ef þið hafið prófað eða eigið eitt stykki.

Kv Jökull