Ég hef verið að pæla varðandi ljósmyndun. ég er 18 ára og hef aldrei beint eitthvað verið í því að ganga um og taka myndir af einhverju sem mér finnst flott, en auðvitað hef ég tekið myndir bara svona eins og tíðkast með fólk. en núna hef ég verið að pæla í að það væri eflaust gaman við það að vinna við ljósmyndun, því vil ég spyrja ykkur, þegar maður sækir um ljósmyndaskóla, þarf maður þá að hafa einhverja svaka reynslu, eða er þetta allt kennt frá grunni. svo einnig, er einhverja atvinnu að hafa í þessu, er þetta allt freelance, og hvernig kemur maður sér áfram í þessum bransa? spyr sá sem ekkert veit….