Linsan er tæplega 10 mánaða (lok mars 2003) og er ennþá í ábyrðg, keypt í BECO á langholtsveginum.

Það sér nánast ekkert á linsunni enda hefur hún ávallt verið notuð með filter, glerið er allavega óaðfinnanlegt og það skiptir langmestu máli. Með fylgir kragi (lens hood) sem fylgir venjulega ekki með, 3 filterar:

1 UV filter frá Kaiser.
1 Polarizer filter frá B+W
1 ND filter 106 frá B+W (tekur 6 ljósop í burtu, tilvalið til að taka á tíma í dagsljósi, s.s. fossamyndir)

Filterar og lens hood kostaði um 12-14 þúsund nýtt, linsan kostaði og kostar enn ný 39.900 en ég er tilbúinn að selja þetta á 30 þúsund og þá annaðhvort allt eða ekkert.

Ég er ekki að selja þessa linsu útaf óánægju heldur vegna þess að ég var að kaupa mér 24-70L linsu og hef einfaldlega ekki þörf á 2 linsum sem þekja sama svið.