Ég lét loksins verð af því að versla mér eitt stykki stafræna myndavél, eftir töluverðar pælingar,umhugsun og smá sparnað. Ég ákvað að kaupa mér Canon Ixus 400 sem ég tók frekar en að taka Canon S45 og var það aðalega stærðinn sem olli því að ég tók Ixusinn þó að ég hefði frekar kosið að fá jafn marga manual Fídusa eins og er í S45. En Ixus 400 hefur þó nokkra manual fídusa og ætli að þeir verði ekki að duga í bili. En nú er ég aðeins byrjaður að taka myndir á vélina og hefður það gengið bara þokkalega og ég er mjög sáttur við vélina.
En þar sem að þessi stafræna myndun er algjer nýjung fyrir mér að þá er reynsla mín af vinnu með myndirnar sjálfar í tölvunni í algjöru lágmarki. En nú er ég búinn að taka slatta af myndum og búinn að koma þessu öllu saman samviskulega fyrir í tölvunni minni. En mig langar að vita hvernig maður minnkar myndirnar þannig að þær taki ekki eins mikið pláss. Ég veit að það er kannski best að stilla upplausninni í hóf á vélinni sjálfri en hvernig er best og með hverju er best að minnka upplausnina á myndunum svo að það sé kannski hægt að senda nokkrar myndir með maili. Og í hvaða upplausn svona c.a er æskilegast að nota í svona almenna ljósmyndun?

<br><br>life realy suck…. belive me i know.. (ég sjálfur)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.