Sælinú!

Ég er alger byrjandi í ljósmyndun og hef verið myndavélalaus í 1 ár núna. Ég ákvað því loks að kaupa mér vél og ákvað að fara beint í digital.

Eftir talsverða umhugsun, lestur á netinu og eftir umsagnir annara þá ákvað ég að Nikon Coolpix 4300 væri fín fyrir mig sem byrjenda.

Er einhver annar hér sem á svona vél eða hefur reynslu af? Ef svo, hvernig líkar ykkur?

Ég fór í ferðalag um helgina og notaði tækifærið til að prufa nýju vélina aðeins. Ég henti upp nokkrum myndum á eftirfarandi síðu: Http://www.simnet.is/icez/pics

Umsagnir, krítik osfrv. velkomin! :)

Kveðja,
Icez