ég fór fyrir 6 árum, þegar ég var 12 ára, á ljósmynda námskeið og lærði þar að framkalla. ég skemmti mér konunglega og ákvað fyrir stuttu að reyna aftur við þetta með vinkonu minni.

við erum með stækkara sem við fundum inní bílskúr hjá henni og framköllunar box sem ég fann inní bílskúr hjá mér.

ég man öll helstu atriðin hvernig maður á að gera þetta, en er ekki viss um efnin.

man að maður þræðir filmuna á eitthvað hjól og lætur það síðan inní einskonar box með einhverju efni, hvaða efni er það og hversu lengi á þetta að vera í þessu boxi.

þar næst þurkar maður og þvær filmuna, notar stækkarann, kemst að því hversu langan tíma maður á að láta filmuna skína á pappírinn, og síðan lætur maður myndina ofan í einhvern vökva, hvað heitir hann og hversu lengi á myndin að vera í vökvanum.

síðan tekur maður myndina og lætur hana ofan í annan vökva, hvað heitir hann? þá kemur myndin fram og síðan lætur maður myndina ofan í vatn til að þrífa hana.

þetta er allt sem ég man, myndi ekki koma á óvart þótt að ég hafi gleymt einhverju, enda hef ég ekki komið nálagt þessu í 6 ár.