Foveon X3 - ný tækni í stafrænni ljósmyndun Þótt að stafrænar myndavélar séu hröðum skrefum að batna og komast nær filmumyndavélum í gæðum eru þær þó skrefi á eftir hinum síðarnefndu. Fyrirsjáanleg er stór breyting á þessu á næstu misserum og er það fyrirtækið Foveon (en það er nefnt eftir þeim punkti augans sem við sjáum best í, fovea centralis eða gula blettinum) sem ríður á vaðið með nýja tækni til þess. Þess má geta að stofnandi fyrirtækisins (sem var stofnað árið 1997) er Carver Mead sem er víst einhver svaka Pioneer í sílikondalnum, var stór hjá Intel og fleiri fyrirtækjum

Ég við byrja á því að benda á heimasíðu fyrirtækisins (www.foveon.com) en þar má sjá góðar útskýringarmyndir á því hvernig tæknin virkar og samanburðarmyndir (með og án) þó að ég setji alltaf visst spurningarmerki við fyrir/eftir myndir frá framleiðandanum.

En þá er best að demba sér í það að útskýra þessa æðislegu tækni. Eins og flestir sem eitthvað eru að nota stafrænar myndavélar vita er í þeim ljósnæm plata sem nemur ljósi sem fellur á hana og skilar síðan mynd á stafrænu formi. Það er þessi plata sem Foveon menn hyggjast endurbæta, enda er hún stór flöskuháls á flæðið í áttina að betri stafrænum myndum. Eins og þetta er í dag þá er notuð svokölluð mosaík tækni, sem virkar þannig að 25% af dílunum á plötunni nema bláan lit, 25% rauðan og 50% grænan (ekki veit ég afhverju þetta er svona). Þetta þýðir það ef að rauður litur hittir á bláan flöt þá nemur flagan í þeim punkti bara bláa tóninn í rauða ljósinu sem hún fær á sig. Þetta leiðir til þess að allar myndir sem við tökum eru bara nálganir, sem þýðir að skerpa og litadýpt tapast.

Það sem tækni Foveon byggist á er það að þeir eru með þrjú lög sílíkonplatna (í stað eins, eins og nú tíðkast), og nýta sér þann eiginleika sílíkons að það getur numið ákveðnar bylgjulengdir ljóss en sleppt öðrum í gegn. Þannir er bláa platan efst, græna í miðjunni og rauða neðst og allar plöturnar nema hversu mikið hlutfall af “sínum” lit fellur á þær, en þetta þýðir að það er 100% réttur litur í hverjum einasta pixli, enda gefa þeir upp upplausnina 1280 x 960 x 3 á F10 plötunni sinni. Það sem þeir eru einnig að gera sniðugt er tækni sem er kölluð Variable pixel size (VPS) en það er tækni sem dregur samlita pixla saman í einn pixel => myndirnar taka minna pláss.

Enn sem komið er er aðeins einn framleiðandi að framleiða vélar með þessari tækni, en það eru Sigma með myndavélina sína, SD9 (sjá http://www.dpreview.com/news/0202/02021104sigmads9.asp og http://www.sigmaphoto.com/Html/news/sd9press.htm). Hinsvegar stendur á heimasíðu Foveon að þeir stæðu í viðræðum við aðra stóra framleiðendur.

Ég hvet sem flesta til að kíkja á þetta, mér líst amk. mjög vel á þetta, en sjálfur á ég Canon S20 vél þar sem ég hef tekið eftir þessari leiðindanálgum (hvítir veggir fá bláleita slykju á sig og himininn er ekki eins tær og raun ber vitni). Það má líka allt eins búast við því að ekki sé langt í það að flestar ef ekki allar stafrænar myndavélar verði búnar þessari tækni, sem er að mínu mati betri en sú gamla. Stefna fyrirtækisins er síðar meir sú að útbúa einnig flögur fyrir stafrænar myndbandsupptökuvélar, og hver veit nema þessi tækni verði allsráðandi á markaðnum innan fárra ára?

Upplýsingar um vélina má finna með því að slá inn X3, foveon, sigma eða eitthvað slíkt á google.com og þá koma upp linkar á skoðanaskipti og tæknilegar upplýsingar um þetta fyrirbæri og Sigma vélina.