Jæja, mér finnst réttast að gefa þessum keppnum annað tækifæri.

Þetta þema ætti að vera tiltölulega einfalt, myndin á s.s. að innihalda skýjafar (áhugavert eða óáhugavert, ykkar val).

Innsendingartíminn er tvær vikur, og kosning ein vika, og sjáum svo til hvernig það kerfi gengur fyrir sig.

Ég hvet alla til að taka þátt, og við skulum hafa lágmarksfjölda þáttakenda fimm fyrir þessa keppni.

Mikilvægt____________________

1. Innsendingartími: 19. júlí til 1. ágúst.

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Skýjafar” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________

Endilega allir að reyna að taka þátt.

Kveðja
Sigurður Ými