Ljósmyndakeppni - Reiðhjól Í tilefni þess að ég fékk stjórnendastöðuna hér ætla ég að smella upp 1 stk keppni.
Þemað er reiðhjól, og er þá allt tengt reiðhjólum leyft, frá racerum í bmx, bmx í downhill!
Einnig ætla ég að benda á eins og sést hér á myndinni, að það er haldið bmx jam í garðarbænum núna á laugardaginn klukkan 3, og er það tilvalinn staður til að taka myndir fyrir keppni.
Ég vonast til að sjá sem mesta Þáttöku!

Mikilvægt____________________

1. Keppnistímabil: 16. mars til 26. mars
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Reiðhjól” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________

-Viktor Sindri