Olympus OM - R.I.P. Það er nú reyndar nokkrar vikur síðan þetta var tilkynnt, en Olympus hefur ákveðið að hætta framleiðslu á OM kerfinu eins og það leggur sig. Einhverjar linsur og aukahlutir verða framleiddir áfram til 2004. Eftir 30 ár er orðið erfiðaðra að fá hluti í kerfið, og get ég trúað því, því linsur og OM-1 hafa lítið breyst allann þennan tíma, sem sýnir bara að Olympus voru með nokkuð gott kerfi frá upphafi.
OM-2N er fyrsta og eina 35mm vélin sem ég hef átt, og mun ég nú líklega aldrei losa mig við hana úr þessu. OM-1 vélin hanns pabba gamla var sú sem kom mér á bragðið.
Þegar þessu tímabili er lokið þykir mér bara vænt um myndina hérna í hausnum á Ljósmyndaáhugamálinu.