Mikilvægt____________________

1. Keppnistímabil: 26. febrúar til 5. mars
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Silhouette” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Tvær myndir að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________

Íjá. Er ekki alveg dauður úr öllum æðum þó þetta keppnisstúss taki á.

Þessi keppni gæti líka heitið Skuggamynd eða Útlínumynd samkvæmt Ordabok.is en þar sem þau orð eru alveg hræðilega hallærisleg ætla ég að nota enska orðið yfir það.

Þetta er semsagt í grófum dráttum þegar einhver hluti myndarinnar er því sem næst svartur. Maður sér ekki viðfangsefnið sjálft en útlínurnar skera sig úr og það er ykkar verk að gera það á flottan hátt.

Skilgreining samkvæmt wikipedia.
http://en.wikipedia.org/wiki/Silhouette

Samsvarandi keppni á dpchallenge:
http://www.dpchallenge.com/challenge_results.php?CHALLENGE_ID=547

Keppnistímni er styttri en venjulega því það er sama hversu langan frest ég gef, myndirnar rúlla alltaf flestallar inn á seinustu dögunum =)