Síðasta ljósmyndakeppnin gekk fantavel fyrir utan nokkur smáatriði sem ég mun hamra notendur á að leiðrétta með þessari grein.

Næsta keppni mun heita því skemmtilega nafni “Mín uppáhalds” og er síðasti skiladagurinn miðnætti 8. ágúst.

Hvað þýðir það?

Það þýðir að ef þú ætlar að senda inn mynd VERÐUR þú að merkja hana svona:
“Nafn myndar – Mín uppáhalds” Og gæsalappirnar eiga að fylgja með.

En já þemað.. alveg rétt.

Þessi keppni mun vera alveg eins og keppnin “Frjálst” fyrir utan það atriði að keppnismyndirnar þurfa ekki að vera teknar innan keppnistímabilsins.

Þetta er tækifærið til að senda inn ykkar uppáhalds myndir sama hvenær hún er tekin. (Athugið þó að það er skemmtilegra ef myndin hefur ekki áður verið send inn á netið þar sem líklegt er að margir hafi séð hana)

Í stuttu máli sagt:

1. Sendið inn ykkar bestu/uppáhalds mynd.
2. Merkið svona: “Nafn myndar – Mín uppáhalds”
3. Síðasti skiladagur er þriðjudagurinn 8. ágúst, á miðnætti.

Sendið myndirnar á sama stað og venjulega, eða í gegnum þennan link: http://hugi.is/ljosmyndun/images.php?page=new

Almennu reglurnar: (takið eftir breytingu í reglu 4; notandi má bara senda eina mynd í keppnina)

(1. Regla tekin úr gildi fyrir þessa keppni)
2. Notandinn sem sendir myndina inn verður sjálfur að hafa tekið myndina.
3. Myndin verður að vera minnst 480 pixlar á minnsta kant
4. Notandi getur sent inn að hámarki eina mynd í hverja keppni.

Munið svo að stærri myndir en 1024x768 pixlar komast ekki í gegnum kerfið á huga.

Gangi ykkur vel!