Þá er fyrstu ljósmyndakeppninni sem ég stofnaði lokið og var þátttakan frábær – 11 myndir komust í keppnina. Þar af voru held ég alveg 3-4 stykki sem voru tekin utan keppnistíma, en það er ekki leyfilegt. Ekki halda að þið sleppið líka næst! =)

Ég hef tekið svona sirka meðaltalið á þátttakendum í könnunum sem voru fyrir gömlu keppnirnar sem okkar ágæti Octavo hélt á sínum tíma, og ég hef ákveðið að aðhafast ekkert fyrr en að minnsta kosti 100 atvæði hafa borist inn. Þá set ég vinningsmyndina á forsíðu áhugamálsins og starta nýjum kubb sem mun bera nafn sigurvegara í þessari- og framtíðarkeppnum.

Nú eru kannski einhverjir orðnir óþolinmóðir og vilja fá niðurstöðurnar á áhugamálið, en eins og ég segi gerist ekkert fyrr en a.m.k 100 atkvæði hafa borist. Góð leið til að stytta þennan tíma er að auglýsa áhugamálið/keppnina í undirskriftum, segja vinum frá sem kannski kíkja ekki oft inná áhugamálið en hafa áhugann o.fl. þannig. Pössum þó auðvitað að spamma ekki.

Næsta mál á dagskrá er hvaða þema skal vera í næstu keppni. Þessi grein verður hugmyndakassinn. Endilega reynið að koma með einhverjar hugmyndir, ekki of þröngt. Það sem mér dettur í hug í snöggu bragði er t.d. svart/hvítt, landslag, gamalt etc.. skjótið ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug.

P.s
Einhverjar spurningar/tillögur?