Sælt veri fólkið. Ég er nýr stjórnandi hér á /ljosmyndun og það fyrsta sem ég ætla að gera er að endurvekja ljósmyndakeppnirnar á ný. Samkvæmt könnun nokkurri eru heil 80% af 54 þátttakendum sem ætla að taka þátt í næstu keppni, það verður fróðlegt að sjá hvort þessir 43,2 einstaklingar séu menn orða sinna!

Ég ætla að hafa þetta frjálslegt og því verður ekkert þema í gangi sem mun hefta hina miklu sköpunargáfu ykkar í bili.

Merkja skal myndirnar svona: Frjálst – Nafn myndar

Skilafrestur er til mánudags 19. júní kl 22.00. Keppnirnar eru að jafnaði 2 vikur.

Reglurnar eru þessar:

Myndirnar skulu teknar á stafræna myndavél og verða að vera teknar á keppnistímabilinu.

Myndir smærri en 480 pixlar á kant eru ekki samþykktar.

Kerfið á Huga sleppir þar að auki ekki myndum í gegn sem eru stærri en 1024x768 pixlar eða 500 kb eða meira að stærð.

Myndin verður að vera tekin af þeim sem sendir myndina inn.

Myndvinnslu skal stillt í hóf nema annað sé tekið fram.

Notandi getur sent inn að hámarki tvær myndir.

Lágmarks lýsing á myndum er: Staður, stund og hvernig myndavél myndin var tekin á.

Þetta eru tilraunareglur og munu mjög líklega breytast eitthvað.Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum!