Þar sem ég fór í próf úr þessu og var búinn að skrifa þessar fínu glósur datt mér í hug kannski bara að fleygja þeim inn hérna.. Stutt yfirlit og kannski ekkert svaka ítarlegt en áhugavert samt sem áður..

Eins er með ljósmyndunina og prentlistina að forsendur hennar voru til löngu fyrir fyrstu ljósmyndunina. Það voru þá frekar hugmyndalegar forsendur en tæknilegar að fólk fór ekki að taka ljósmyndir fyrr. Sú hugmynd byrjaði að þróast uppúr 1800 að ef til vill væri hægt að festa mynd af raunveruleikanum á pappír. Ljósfræðilegar forsendur sem myndavélar byggjast á kallast Camera Obscura eða dimmt herbergi sem hafði verið þekkt í lengri tíma.
Ef lítið gat er gert á flöt myrkraðs herbergis birtist mynd umhverfisins fyrir utan á hvolfi á veggnum beint á móti gatinu. Ef gatið er stórð verður myndin óskýr því þá dreifist ljósið meira en ef það er afar lítið verður myndin skýr því ljósið nær ekki að dreifast. En með uppgötvun eiginleika bjúgglers eða linsu til að stýra ljósi gátu menn gert gatið stærra þannig myndin yrði bjartari án þess að hún ryði óskýr. Þá var hægt að fókusa ljósi með linsunni sem kemur gegnum stórt gat í afmarkaðan punkt þannig myndin verður skýr. Tæki sem byggjast á þessari tækni kallast Camera Obscura á latínu.
Menn nýttu sér eiginleika þess á 18. öld m.a við aðstoð við teikningu.

Upphafsmenn Ljósmyndunar

Joseph Nicéphore Niépce

Var sjálfmenntaður grafíklistamaður og tók fyrstu ljósmyndina. Byrjaði hann að reyna að finna auðveldari leið til að gera eftirmynd af koparstungu. Hann:
- Húðaði pjáturplötur með biki
- Bar olíu á fyrirmyndina svo hún yrði gegnsæ
- Setti fyrirmyndina ofan á plötuna
- Setti útí sól í heilan dag.

Svörtu línurnar hleyptu ljósinu ekki í gegnum sig þannig að bikið lýsti einungis þar sem hvítur pappírinn var. Þarna hafði Niépce nýtt sér ljósnæma eiginleika biksins án þess að finna upp ljósmyndun.

Nokkrum árum seinna, 1832 datt Niépce í hug að lýsa pjátrið í Camera Obscura. Hann beindi myndavélinni með pjáturplötunni útum gluggan á sólríkum degi og tókst þannig að búa til mynd. Hinn langi lýsingartími leiðir til þess að ljósið nær að falla á húsin fyrir utan báðum megin frá svo skuggar og form verða afar sérkennileg og draumkennd.

Louis Jacques Mandé Daguerre

Þekktur leikhúsmaður og eiginlegur margmiðlunarhönnuður í París frétti af tilraunum Niépces og fékk gríðarlegan áhuga.
Í sameiningu 1839 gerðu þeir tilraunir saman og náðu smátt og smátt betri árangri:
- Með því að nota silfurhúðaða koparplötu náðu þeir að gera ljósu fletina bjartari
- Blanda joði við bikið og varð það þá mun dekkra
Þá óx contrastinn í myndinni. Með þessu varð ljósmyndun til þó hún væri enn ófullkominn og þyrfti að láta plötunnar lýsa í margar klukkustundir.
- Seinna komust þeir af því að með því að hreinsa afganginn af silfrinu og joðinu með kvikarsilfursgufu festist myndin.

William Henry Fox Talbot

Breskur mál og stærfræðingur sem fór að gera tilraunir með að búa til myndir með notkun áhriff ljóss á ákveðin efni. Árið 1834 tókst honum það eftir nokkra vikna tilraunir:
-Bjó til neikvæða mynd á pappírsblaði með því að bera silfursölt á blaðið og lýsa það í myndavél. Fyrst myndirnar urðu daufar og gekk illa að festa þær og döfnuðu ört eftir lýsinguna.
Eftir hann heyrði um uppgötvun Daguerre 1839 hélt hann rannsóknum sínum áfram. Vandinn var að fá fram stöðuga mynd, hafði þegar tekist að ná fram neikvæðri mynd á pappír með því að nota silfursölt. Eftir nokkra rannsóknir fann hann lausn sem honum yrði mögulegt að leysa upp silfrið sem var eftir í myndinni. Með því að baða myndina í þessari lausn tókst honum að gera myndina stöðuga.

Bayard
Frakki sem var uppí sama tíma og fyrrnefndu menn.
Myndir hans voru gerðar á pappír, einog Fox Talbots nema hans voru jákvæðar einsog Daguerre. Birtist á blaðinu strax eftir lýsingu og þurfti bara að skola af til að festa áhrifin. En voru grófar einsog myndir Fox Talbots og þess vegna ekki aðdráttarafl Daguerre týpnanna. Langur lýsingatími var 20 mínútur í sólskini meðan Daguerre og Fox náðu sínum niður í 1 sekúndu við bestu aðstæður.
Notaði silfurefni sem hann úðaði á svartan pappír sem varð hvít við lýsingu.
Hann gafst upp á endanum því hinar tvær týpurnar fengu alla athyglina og hann enga. Tók upp sjálfur að nota aðferð Fox Talbots.

Heimildir: Vorum með kennslubók á netinu svo hún bar eiginlega ekkert sérstakt nafn, bara mhs103 eða eitthvað..
————–