Sex myndir bárust í verkefni fimmtu vikunnar, “Heitt”, eða jafnmargar og í síðustu viku.

Verkefni vikunnar er "Gleði".

Frestur til að senda inn mynd er fram á mánudaginn 22. ágúst kl.18:00. Munið að myndirnar birtast ekki fyrr en eftir að fresturinn rennur út.

Á miðnætti í kvöld birtist svo könnun þar sem myndum skal gefið atkvæði.

Munið bara að láta myndina heita “Gleði - nafn_myndarinnar” og hafið með í lýsingnni á hvernig vél hún er tekin og hvort er búið að vinna hana eitthvað.

Það má senda inn eins margar myndir og maður vill.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: