Önnur vika ljósmyndasamkeppninnar gaf aðeins betur af sér en sú fyrsta, heilar 7 sjö myndir bárust. Svo þetta sé sem sanngjarnast skulið þið endilega gefa þeim öllum einkunn í álitakerfinu. Einkunnir eru 0-10 og skulu veittar áður en vika er liðin frá birtingu mynda.

Næsta verkefni er “Tækni”.

Vegna verslunarmannahelgarinnar þarf ekki að senda myndina inn fyrr en þriðjudaginn 2. ágúst kl. 20:00 og munið að myndirnar birtast ekki fyrr en eftir að fresturinn rennur út.

Munið bara að láta myndina heita “Ljósmyndasamkeppni - Tækni” og setjið nafn myndarinnar og lýsingu, á hvernig vél hún er tekin og hvort er búið að vinna hana eitthvað í lýsinguna.

Það má senda inn eins margar myndir og maður vill.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: