...grípa gæsina þegar hún gefst... Ég vaknaði snemma í morgun því ég átti að mæta í skólann. Sé ég ekki út um gluggan ótrúlega fallega sólarupprás í uppsiglingu. Ég kem mér í föt gríp Canon AE-1 myndavélina mína og fer út í garð. Ég bý út á Álftanesi og sé alveg geggjað útsýni yfir Reykjavík og bláfjöll og sólin var einmitt að koma upp bakvið Bláfjöll. Ég tek eina, tvær myndir af þessu svo allt í einu kemur svona alveg blátt ský inn á rauðan himininn. Svo allt í einu verður það rautt og grænt. Þarna var á ferðinni perlumóðuský. Það er ský sem myndast langt upp í gufuhvolfinu og er samansett af milljónum af ískristulum. Svo hrapa þessi ský niður og stöðvast svona 30-100 m frá jörðinni og þegar sólin skín í gegnum þau myndast magnað ljósbrot. Þá verður skýjið grænt og rautt eins og litirnir í perlum eða olíubrák. Ég hélt áfram að taka myndir og náði svo í aðdráttarlinsuna og tók fleiri. Eina sem ég hef áhyggjur af er að ég var með 400 ASA filmu og ég er ekki viss að hún hafi náð öllum myndunum, það var frekar dimmt fyrst um morguninn. Þetta var ótrúlega fallegur morgun og ég vona að ég hafi náð að festa hluta af honum á filmu.

kv.peacock