Síðasta fimmtudag tilkynnti Canon arftaka 10D sem á að heita 20D.

Helstu atriði sem er búið að betrumbæta frá 10D eru meðal annars þessi:

8.2mp nemi í stað 6.3mp en óbreytt stærð á nema.

9 AF puktar og ný uppröðun á þeim í stað 7 AF punktar.

0.2s í stað um 2s í “ræsitíma” og shutter lag er ekki nema 65ms í stað um 190ms.

DIGIC II stýrikerfi í stað DIGIC sem er mun
fljótari og notar minna rafmagn.

EF-S mount sem tekur þá einmitt tvær nýjar linsur sem Canon kynnti sama dag ásamt 18-55mm linsu sem er hægt að kaupa með 300D sem 10D tók ekki. Auðvitað tekur hún svo allar aðrar EF linsur.

Til þess að vélin getur notað EF-S linsur þá er líka minni spegill sem á samt að vera bjartari og þar af leiðandi auðveldara að manual fókusera linsum.

5 rammar á sekúndu í stað 3 ramma.
25 mynda JPEG buffer en aðeins 6 mynda RAW buffer.

E-TTL II flass möguleikar (á að svínvirka með nýja 580ex flassinu sem var kynnt sama dag) sem á að tryggja betri og jafnari flassdreifingu en E-TTL gerði.

1/8000s hámarks lokunarhraði í stað 1/4000s og flass sync hraðinn er orðinn 1/250s í stað 1/200s.

USB 2 tengi við tölvu í stað USB 1.1

Síðast en ekki síst fylgir nýr hugbúnaður með vélinni til að vinna .raw skrár, sami hugbúnaður fylgdi með 1D og hann er margfalt betri og hraðvirkari en gamli fileviewerutility sem fylgir með 10D og fleirri eldri Canon vélum.


Þá er bara stóra spurningin, hvort maður á að skipta út 10D vélinni og fá sér þessa eða hvort maður á að bíða í líklega 18 mánuði í viðbót og sjá hvernig fimmta kynslóð af þessari vél verður. Hvað mig varðar þá er ég mjög sáttur við 10D, þau þrjú atriði sem ég myndi helst vilja sjá í nýrri vél er FF sensor, a.m.k. 10mp upplausn (ég á það til að vilja prenta út STÓRT) og aðra tegund en Bayer sensor, eitthvað í dúr við Foveon sensor sem sigma notar í sínar stafrænu vélar.

Hvað mig varðar klæjar mig samt óneitanlega, að skipta um vél, auðvitað vill enginn viðurkenna það en 2 auka megapixlar skipta auðvitað einhverju máli. Einnig skipta mig 5 rammar á sekúndu líka máli en hinsvegar hef ég ekki tekið jpeg á mína vél síðan ég fékk Capture One núna í mars síðastliðin og 6 ramma buffer er þá ansi fljótur að fyllast.

Hvernig líst ykkur á þessa vél og plís enga Nikon vs. Canon umræðu, það er eins og að ræða Pepsí og Kók, þetta er bara spuring um smekk þar sem bæði Canon og Nikon eru búin að sanna sig fyrir löngu.