Það er auðvitað búið að hneykslast á þessu margoft, en ég var að kanna verð á Digital vélum og nú blöskrar mér endanlega verðið hérna heima!

Ég ætlaði a.m.k. að kaupa mér Canon G5 og 420EX flass. Þetta kostar hjá Beco (virðist vera sama verð í öllum búðum hérna…) u.þ.b. 122þús. Hjá bhphoto.com kostar þetta saman 49þús, (við erum ekki að tala um notað dót af ebay hér…), í Danmörku kostar G5 (ekki flassið) ca 62þús kall og eitthvað örlítið ódýrari í Bretlandi.

Ef ég myndi láta senda mér þetta (flass og vél) frá USA yrði þetta um 80þús kall. Fyrir þennan mun á verði væri ég til í að fórna þeirri staðreynd að vélin er ekki í ábyrgð hérna heima…

Ég held reyndar að álagningin hjá þessum smásöluaðilum hérna heima sé ekki svona há. Ég held að Nýherji sé að taka þetta inn sem umboðsaðili. Það er allavega eitthvað skrýtið að allar búðir hérna eru með nákvæmlega sama verð á t.d. G5.

En mega búðirnar ekki versla sjálfar að utan? Það hlýtur að borga sig fyrir þær þegar munurinn er svona rosalegur (234% út úr búð).

Það kemur allavega ekki til greina af minni hálfu að versla þetta út úr búð hérna. Fyrr kaupi ég mér helgarferð til útlanda fyrir muninn… :)