Ég á stafræna vél, Fuji FinePix S602 og mig langaði til að fá skoðun annarra á því þegar myndir eru lagaðar í Photoshop til að gera þær betri. Til dæmis þegar maður leikur sér að því að taka mynd af einhverju með bjartann himinn fyrir ofan, tekur himininn á styttri lokarahraða en viðfangsefnið á lengri og nær þannig víðara lýsingarsviði með því að blanda saman þessum tveim myndum, fær þá himininn eins og við sjáum hann og viðfangsefnið líka, samt pínu ýkt, ýkir kannski liti, dekkir suma hluta, lýsir aðra…
Þegar maður leikur sér svona, finnst ykkur sem eru kannski klassískur ljósmyndarar sem maður sé að fara út fyrir hæfileikasvið ljósmyndunarinnar sjálfrar?
Bara datt þetta í hug.