sæl öll

Þannig er mál með vexti að ég er nýfluttur úr þessari líka fínu íbúð sem ég bjó í og var búinn að setja upp alveg ágætis myrkraherbergi, íbúðin sem ég flutti í, þó hún sé nú alveg ágæt, er ekki með neina aðstöðu fyrir myrkraherbergi. Ég er semsagt að leita mér að myrkraherbergisaðstöðu! Veit einhver um aðila sem gætu leigt eða reddað aðstöðu gegn vægu gjaldi, ég á stækkara, efni og tæki sem þarf og er í rauninni bara að leita mér að aðstöðu, helst með rennandi vatni og ekki með of stórum gluggum :)

Ég gæti líka alveg vel hugsað mér að leigja aðstöðu með einhverjum og samnýta þá tæki og tól, ég er vinnandi alla virka daga og myndi bara geta notað aðstöðuna á kvöldin og um helgar.

Svo er ég með aðra spurningu fyrir þá með myrkraherbergis þekkingu.
Fiber pappír, nú var mér gefið alveg hlass af honum, en ég hef aldrei náð því almennilega hvernig er best að þurrka pappírinn, það er ekki hægt að hengja hann upp hann krumpast svo auðveldlega, mér var sagt einhverntímann að það þyrfti að fá hitapressu og pressa myndirnar niður fyrst. allavega ef einhver hefur hugmynd um hvernig best er að þurrka þær þá kæmi það sér vel :)

og svo ef ykkur langar að sjá hvernig ljósmyndir ég hef verið að taka þá er smá brot af því á http://www.simnet.is/hordursv

takktakk