Sælt veri fólkið !

ÉG hef verið að bjóða í D-60 vélar á ebay og svo allt í einu hafði einhver gaur samband við mig að vildi selja mér D-60 vél með fullt af aukahlutum, 28-200 linsu, auka batterínu og allskonar dóti. Hann vill selja mér allt draslið á 1000$ (um 86.ooo kall) sem er ekkert verð. Ég hef verið að e-mailast við hann og hann vill að ég sendi honum pening í gegnum netið og svo ætlar hann að senda mér vélina. hmmmmmmmmmmmmmmm. Þetta er of gott til að vera satt. Samt gerði ég smá re-search og þá passar heimilisfangið og nafnið saman og ég fann símanúmerið hjá honum :) Hvernig get ég tryggt að hann í fyrstalægi eigi svona vél og í öðrulægi að hann sendi mér hana. Kannski er þetta bara einhver gaur sem svindlar á fólki.
Á ég að kaupa af honum eða ekki - það er spurningin.
Get ég farið í mál við hann ef hann sendir mér ekkert.
Hvað þarf ég að hafa í höndunum til að geta fari í mál við hann.

Þetta er of gott til að vera satt.