Góðan daginn, kvöldið eða nóttina ;)

Ég og Hrislaa höfum verið að ræða nýjar reglur.

Þær haldast frekar óbreyttar, en þó verður strangara umhverfi hér á bæ.

Í fyrsta lagi vil ég minna ykkur á að þetta er ljóðaáhugamál, ekki rapp áhugamál, já, þið semjið rapptexta, en það er til heilt áhugamál fyrir það, þannig vinsamlegast sendið það þangað.

Í öðru lagi þá verður hert reglurnar um hvaða ljóð komast inn á greinarnar, öll ljóð eru velkomin, en þau verða að vera vel uppsett, með góða málfræði og stafsetningu, og ef verið er að semja á erlendu tungumáli þá þýðir ekkert annað en að hafa náð tökum á því tungumáli áður en sent er inn.

Eitt ljóð á dag verður samþykkt, svo fremur að það séu ljóð í bið.

Ef þið hafið einhverjar spurningar og hugmyndir að fleiri reglum endilega hafið samband við mig eða Hrislaa, erum ávallt viðbúnar öllu ;)

P.S. Eitt ljóð á dag + strangari greinaskilyrði eru forsendur af því að ég sé að reyna að koma /ljod á kortið aftur (forsíðuna).

Ef þið eruð ósátt með það getið þið endilega skrifast til mín um hvort borgar sig.


Kær kveðja,

Kristjana