Eins og þið vitið öll og sjáið núna er þetta kæra áhugamál að syngja sitt síðasta lag. Þó getið þið leyft nótunum að flæða um eyrun á ykkur enn um sinn og kannski lífgað aðeins upp á það ef þið leggjið hendur saman.

Sköpum eitthvað sem ekki hver maður skilur, eitthvað sem skilur eftir sig djúpt í sálu okkar, semjum ljóð, virkjum skáldskapargyðjuna innan með okkur.

Þótt hugi.is hefur gert okkur að minnihlutahóp þýðir það ekki að við getum ekki haldið áfram. Þetta gengur ekki aðeins út á það að koma einhverju á forsíðuna, heldur að senda eitthvað inn í von um að fá uppbyggilega gagnrýni og taka henni eins og manni ber.

Lífgum upp áhugamálið og kætum hjörtu annarra.

Með kærri kveðju,

Kristjana Erla.