Sælt veri fólkið.

Við, stjórnendur /ljod höfum ákveðið að taka harðar á málfari og framsetningu þegar kemur að því að samþykkja ljóð sem grein. Sum ljóðin sem við fáum send hingað inn eru gífurlega illa uppsett og með fjölda málfars- og stafsetningavilla.

Það er því mat okkar stjórnenda að það sé ekki um of mikils beðið að hvetja notendur okkar til þess að vanda uppsetningu, málfar- og stafsetningu; sem og leggja almennan metnað í samsetningu ljóða.

Skilyrði til þess að fá ljóð samþykkt sem grein eru þar af leiðandi þessi:

1. Ljóðið þarf að vera allavega þrjú vers eða samsvara því (ef gengið er út frá því að eitt vers séu fjórar línur). Einnig má um samansafn smáljóða vera að ræða.

2. Vanda þarf málfar, stafsetningu- og uppsetningu ljóðsins. Ef eitthvað af fyrrnefndum atriðum er ábótavant má höfundur búast við höfnun á innsendingu þar til villur og/eða uppsetning ljóðsins hafa verið lagfærðar.

3. Þar sem hugi.is/ljod er leyft öllum aldurshópum ber ljóðskáldum að ritskoða mál sitt í formi stjarna (*) ef um gróft málfar er að ræða.

Hér mun um fyrsta uppkast nýrra regla vera að ræða. Ef við, stjórnendur, sjáum ástæðu fyrir uppfærslu/breytingu á reglunum, þá mun það vera tilkynnt. Þessar reglur og mögulegar breytingar á þeim munu að öllum líkindum vera bætt inn í “Um ljóðaáhugamálið” kubbinn.

Kær kveðja,
Stjórnendur /ljod