Ég vil fyrst þakka fyrir mig sem stjórnandi þessa áhugamáls. Þegar ég gekk í hópinn vorum við fjórir stjórnendur en því miður grisjaðist úr þeim hópi og á endanum var ég einn eftir. Áhugi minn minnkaði þó ekki og ég reyndi eftir megni að halda áhugamálinu á lífi, held það hafi tekist ágætlega. :)
Stundum setti maður inn eitthvað nýtt til að prófa á áhugamálinu, endurnýjaði ljóð vikunnar, setti af stað hugaskáld vikunnar (sem tókst ansi vel þökk sé frábærri þáttöku hugara), byrjaði á með hjálp krizza4 keppni í kveðskap,, og afhjúpaði það hve ryðgaður ég er varðandi hefðbundinn skáldskap ahemm…

En nú er þetta orðið gott, ég er þó ekki hættur alveg strax, verð til taks og fylgist með endrum og sinnum með öðru auganu. Ég vil nota tækifærið og hvetja áhugasama með reynslu og þekkingu af ljóðagerð til að gerast stjórnendur.

Annars takk fyrir mig. :)

-Zorglu
—–