Þetta er lag sem allir Íslendingar þekkja.
Ljóðið er eftir Jóhann Sigurjónsson en þó telja margir að tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson hafi átt eitthvað í því.

Ljóðið er úr leikriti Jóhanns, Fjalla-Eyvindi, sem sett var upp árið 1912.

Þeir sem ekki þekkja þjóðsöguna um Fjalla-Eyvind og Höllu að þá voru þau útilegufólk, Fjalla-Eyvindur hafði gerst sekur um stuld á féi og var hann því neyddur til að flýgja til hálendis til að halda lífi. Hann villir á sér heimildum og kemst í vist hjá ekkjunni Höllu. Þau fella hugi saman en því miður kemst upp um Eyvind. Þau ákveða því að flýgja undan yfirvöldum og gerast útilegufólk.

Ljóðið fjallar um það þegar Halla, kona Fjalla-Eyvinds, er að syngja lítið barn þeirra, Tótu, í svefn rétt áður en hún neyðist til að fleygja henni í foss til að forða því að hún komist í hendur hreppstjóra og fleiri manna sem koma þeim að óvörum til að fanga þau.


Sofðu unga ástin mín,
- úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.

Það er margt, sem myrkrið veit,
- minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.

Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.


—–
./hundar