Spegill

Ég hleyp í frosti.
Það er heldur ósniðugt; en það sparar mér tíma.
Því mér liggur á.
Hálkan er áhrifavaldur
en stærsta ástæða þess að ég renn klunnalega
og fell niður á kalda jörðina
er rusl á götunni.
Ég bölva því, þessari litlu hrúgu af ónýtu dóti.
Vankaður eftir byltuna er ég aðeins viss um eitt;
að ég hata þessa hrúgu.
Og allt sem býr í henni.
Ég vel mér úr hrúgunni eitthvað
sem líkist ramma utan um ljósmynd.
Með annarri erminni þurrka ég af honum.
Um leið og móðan er horfin
og augu mætast
rennur upp fyrir mér
að allt sem ég veit er satt.