Um daginn þá var ég í stærðfræðitíma og kennarinn var að fara yfir einhverja típískareglu sem við áttum að hafa lært fyrir viku síðan þar sem ekki allir höfðu náð henni. En málið er að ég gerði það á viku 1 og var því ekki að fylgjast með.

En allt í einu fékk ég allsvakalega flóðbylgju yfir mig í einum grænum af heimspeki, manninn, tímann og bara allt saman en það var samt í hálfgerðri þoku fyrir mér en ég gat greint það í gegnum (það sem ég er ekki stoltur að viðurkenna yfir mig) “tilfinninguna”. Og tók því upp blað og blýant og fór að jappla upp úr mér orðin án þess að stoppa og var þó nokkuð sáttur við útkomuna þangað til að ég fór að pæla meira í því sem ég var að skrifa og hvernig maðurinn (sem ég var að beina þessu til) mindi taka þessu og skildi það eftir blaðið á ég við.

En málið er að ég var ekki að fatta hvað kom yfir mig og er ekki en að því svo ég læt það kjurt lyggja.

En ef þetta kom yfir mig (þessi ofsa túlkun sem kom yfir mig) þessa tilfinningalausu, sjálfselsku og þrósku manneskju geta þá allir orðið rithöfundar eða ljóðagerðarmenn eða var þetta bara “Once in a life-time”.<br><br>“Hamsturinn er göfugt dýr. Þú skalt nálgast hann með ýtrustu nærgætni til að erta ekki upp heimska manninn sem hefur hann í gæslu sinni.”