Þú látin ert í jörðu sekkur,
ástartárið rennur.
Eins og í hjarta vanti hlekkur,
eitthvað í mér brennur.

Amma, núna farin ertu,
á góðan griðarstað.
Á himnum ánægð vertu,
meðan orð mín ritast á blað.

Nú ferð þú í gegnum Guðs vor hlið,
og taka englar heims þér við.
Þegar ég leggst undir mína sæng,
veit ég að þú tekur mig í þinn verndarvæng

———————————–

Væri mjög gaman að fá gagnrýni á þetta :)