Jæja, hæ. Ég nennti ekki að gera 3 þræði, þannig að ég skellti þessu öllu bara í einn. Endilega kommentið, en takið með í reikninginn að ég er ekki að reyna að vera eh ritsnillingur. Bara get ekki sofið og hef ekkert að gera. Nema þetta.
Anyways, njótið ef þið getið.


Mambó nr. 6
Þú og ég.
Við erum við
við og við.
Við tvö.
Þú og ég.
Stígðu með mér dans.

Einn lokadans í regninu.
Einn lokadans í sólinni.
Einn loka sand fyrir augum allra.
Eitt augnablik í eilífð tímans.
Einn lokadans.

Og svo förum við að ríða.


Geitin sem mjálmaði
Hann var geit
sem mjálmaði.
Hvernig svo sem stóð á því.

Hann gerði sitt besta
til að vera hann sjálfur.
Að vera geit.
En sannleikurinn var einfaldur.

Hann kunni bara að vera fugl.


Litur
Fallegi, hvítur.
Nú þegar þú hefur loksins fundið mig
aleinan í mónókróm sólbaði
vil ég láta þig vita
að aldrei aftur skaltu mála mig svartan.

Ég sé andlit þitt á veggnum
því mitt var þar.
Og þú málaðir þitt
ofan á það.