Þannig vill til að ég er nemandi í menntaskóla og á að skrifa ritgerð um ljóðabók í íslensku. Ég hef ekki lesið mikið af ljóðum en tel mig eiga auðvelt með að skilja þau og ég nýt ljóðalesturs, mig skortir bara tíma til að einbeita mér að honum.

Ljóðabókin sem ég valdi að skrifa um er bókin “Ég læt sem ég sofi” eftir Jóhannes úr Kötlum. Þessa bók valdi ég vegna þess að mér þykir hún nokkuð skemmtileg og áhugaverð. En þegar á hólminn er komið reynist mér erfitt að koma hugsunum mínum um hana í orð. Einnig finn ég ekki nema tiltölulega grunnar heimildir um Jóhannes.

Nú eru flestir hér nokkuð áhugasamir um skáld og skáldskap, er einhver hérna sem veit hvert ég gæti leitað eftir góðum heimildum um Jóhannes eða einhver sem hefur einhverja skoðun á “Ég læt sem ég sofi?”

Mest af þeirri umfjöllun sem ég hef fundið um ljóð jóhannesar er um “samt mun ég vaka” eða seinni ljóðabækur hanns.

Með kveðju og von um einhverja aðstoð

Bluefire